Trúnaður

Niðurstaða skoðunar er skráð í opinbera ökutækjaskrá sem rekin er af Samgöngustofu. Um engar trúnaðarupplýsingar er að ræða og því ber Tékklandi skylda til að upplýsa um niðurstöðu skoðana óháð því hvort um eiganda viðkomandi ökutækis er að ræða eða ekki. Því getur hver sem er óskað eftir upplýsingum um niðurstöðu einstaks ökutækis, hafi það verið skoðað af hálfu Tékklands.

Aðrar upplýsingar um ökutæki geta starfsmenn Tékklands einnig veitt, nema óskað hafi verið nafnleyndar. Er það þá skráð í ökutækjaskrá. Þeir sem óska nafnleyndar geta sótt um að hjá Samgöngustofu.