Ekki kaupa köttinn í sekknum, láttu okkar fagmenn ástandsskoða bílinn þinn

Það getur verið auðvelt að finna draumabílinn. En verður draumabíllinn að martröð? Áður en þú kaupir notaðan bíl þá getur það margborgað sig að láta okkar fagmenn ástandsskoða hann.

Eftirfarandi atriði eru skoðuð í ástandsskoðun þótt þessi listi sé nú ekki tæmandi

 • Undirvagn
 • Hjólabúnaður
 • Stýrisbúnaður
 • Hemlabúnaður
 • Skynbúnaður, ljós, rúðuþurrkur o.þ.h
 • Ljósastilling
 • Hjólbarðar
 • Lakkskemmdir og lakkþykkt mæld með tilliti til mögulegra viðgerða
 • Virkni búnaðar og tækja yfirfarið, t.d. samlæsingar, útvarp, miðstöð o.s.frv.
 • Mæling olíu
 • Yfirferð á smur- og þjónustubókum
 • Reynsluakstur

 

Við framkvæmum ekki vélgreiningu, þ.e. við tökum ekkert í sundur, en tökum fram ef aðvörunarljós loga í mælaborði eða einhver óeðlileg hljóð heyrast í reynsluakstri.

Ástandsskoðanir eru eingöngu framkvæmdar á skoðunarstöðvum okkar í Borgartúni og á Akureyri og er miðað við bíla sem eru 10 ára og yngri. Tímapantanir eru nauðsynlegar en oftast er hægt að fá lausan tíma samdægurs eða daginn eftir.

Borgartún: Tímapantanir í síma 414-9910
Akureyri: Tímapantanir í síma 414-9916

Vertu velkomin(n) með draumabílinn þinn í ástandsskoðun hjá okkur