Þetta bjóðum við uppá

  • Bílaskoðun
  • Sala skráningarmerkja
  • Geymsla skráningarmerkja
  • Móttaka eigendaskipta
  • Nýskráning
  • Endurskráning

Áhersluatriði númer eitt hjá okkur er alltaf þjónustan okkar. Við kappkostum að veita viðskiptavinum okkar ávallt faglega og framúrskarandi þjónustu. Þegar við tölum um að veita góða þjónustu erum við að sjálfsögðu að tala um að viðskiptavininum líði vel og upplifunin af heimsókninni til Tékklands sé sem jákvæðust. En við leggjum líka mikla áherslu á að bíllinn þinn fái þá meðferð sem hann á skilið. Og við fullyrðum hér og nú að þá meðferð fær hann hjá Tékklandi.

Bílaskoðun

Tékkland bifreiðaskoðun veitir alla almenna þjónustu í tengslum við skoðun ökutækja sem eru allt að 4t að eiginþyngd. Um er að ræða almenna skylduskoðun (aðalskoðun), endurskoðun, skráningarskoðun, endurskráningarskoðun, breytingaskoðun, sérskoðun og ástandsskoðun. Tékkland starfrækir þrjár skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu, á horni Borgartúns og Nóatúns í Reykjavík, við Holtagarða í Reykjavík og við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Að auki erum við með eina skoðunarstöð við Dalsbraut á Akureyri.

Sala og geymsla skráningarmerkja

Tékkland bifreiðaskoðun annast alla umsýslu skráningarmerkja fyrir viðskiptavini sína í umboði Umferðarstofu. Um er að ræða móttöku og geymslu skráningarmerkja, úttektir skráningarmerkja, pöntun nýrra skráningarmerkja, nýskráningar ökutækja og endurskráningar. Innlögð skráningarmerki eru varðveitt í 1 ár frá móttökudegi, en eftir það er þeim fargað.

Móttaka eigendaskipta

Viðskiptavinir Tékklands geta sparað sér sporin og komið með eigendaskiptin í afgreiðslu fyrirtækisins. Starfsfólk Tékklands sér um að koma öllum gögnum til Umferðarstofu, sem annast skráningu eigendaskiptanna. Jafnframt er unnt að nálgast nauðsynleg eyðublöð vegna skráninga eigendaskipta, bæði hér á vef Tékklands og í afgreiðslu skoðunarstöðva. Tilkynning um eigendaskipti að ökutæki er hægt að nálgast hér

Nýskráning og endurskráning

Tékkland bifreiðaskoðun annast nýskráningu og endurskráningu ökutækja í umboði Umferðarstofu. Áður en skráningarviðurkennt ökutæki er nýskráð eða endurskráð skal það hafa staðist skráningarskoðun eða endurskráningarskoðun frá viðurkenndu skoðunarfyrirtæki eins og Tékklandi. Framvísa skal beiðni um nýskráningu og endurskráningu áður en skoðunin fer fram. Beiðni um endurskráningu er hægt að nálgast hér