Komdu hingað

Tékkland er ekki eins og aðrar bifreiðaskoðanir. Fyrir utan að vera ódýrir og ofboðslega færir í að sinna bílnum þínum trúum við því nefnilega að þú eigir að njóta þess að láta skoða bílinn þinn. Það á ekki að vera kvöð að fara með bílinn í tékk. Við viljum að þér líði vel á meðan við skoðum bílinn þinn, og þess vegna bjóðum við upp á frábæra aðstöðu og og fjölbreytta afþreyingu í heimilislegri umgjörð. Horfðu á sjónvarpið, hlustaðu á útvarpið, blaðaðu í blöðunum (eða slúðurtímaritunum), skelltu þér á netið og dreyptu á nýmöluðu kaffi.

Borgartún 24

Tékkland bifreiðaskoðun við Borgartún er staðsett á horni Borgartúns og Nóatúns. Þetta er stærsta stöð Tékklands með tveimur skoðunarbrautum, annars vegar lyftubraut og hins vegar gryfjubraut. Frábær móttaka fyrir viðskiptavini sem geta notið þeirrar þjónustu sem er í boði á meðan bíllinn er skoðaður.

Ástandsskoðanir eru eingöngu framkvæmdar í skoðunarstöð okkar í Borgartúni. Hafið samband við afgreiðslu okkar til að panta tíma, oftast er hægt að komast að samdægurs.

Beint símanúmer í skoðunarstöð okkar í Borgartúni er 414-9910

Holtagarðar

Tékkland bifreiðaskoðun við Holtagarða er staðsett á þjónustustöð N1, þar sem til staðar er sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti og þvottastöðvar. Komdu með bílinn í skoðun og skelltu honum í þvott í leiðinni.

Þar sem skoðunarstöðin í Holtagörðum er eingöngu útbúin skoðunarlyftu þá er ekki unnt að skoða eftirvagna (kerrur og ferðavagnar) í skoðunarstöðinni. Það er stutt að fara í Borgartúnið með fellihýsið eða tjaldvagninn. Eftirvagnar eru einnig skoðaðir í Hafnarfirði.

Beint símanúmer í skoðunarstöð okkar við Holtagarða er 414-9914

Reykjavíkurvegur 54, Hafnarfirði

Tékkland bifreiðaskoðun í Hafnarfirði er staðsett við hliðina á smurstöð N1 að Reykjavíkurvegi 54, á besta stað í bænum. Mjög gott aðgengi og næg bílastæði. Frábær aðstaða til að skoða allar gerðir ökutækja.

Beint símanúmer í skoðunarstöð okkar á Reykjavíkurvegi er 414-9912

Dalsbraut 1, Akureyri

Tékkland bifreiðaskoðun á Akureyri er staðsett að Dalsbraut 1, í sömu lengju og Bakaríið við brúna. Það er stutt í Glerártorgið og því tilvalið að skilja bílinn eftir hjá okkur og fara að versla á meðan. Skoðum bílinn þinn, mótorhjólið, kerruna eða ferðavagninn með bros á vör.
Beint símanúmer á skoðunarstöð okkar á Akureyri er 414-9916

Tékkland bifreiðaskoðun á Akureyri er staðsett að Dalsbraut 1, í sömu lengju og Bakaríið við brúna. Það er stutt í Glerártorgið og því tilvalið að skilja bílinn eftir hjá okkur og fara að versla á meðan. Skoðum bílinn þinn, mótorhjólið, kerruna eða ferðavagninn með bros á vör.

Beint símanúmer á skoðunarstöð okkar á Akureyri er 414-9916