30.12.2016

Í næstu viku hefst nýtt skoðunartímabil. Við viljum vekja athygli á því að ökutæki mega koma allt að 6 mánuðum fyrr til skoðunar en aftasti stafur í bílnúmeri segir til um, þ.a. í janúar mega þau ökutæki koma til skoðunar sem eru með 1-7 í endastaf bílnúmers og þau sem eru með bókstaf sem endastaf í einkanúmeri.

Sem fyrr býður Tékkland bifreiðaskoðun upp á lægsta skoðunargjaldið auk þess sem þjónustan er í öndvegi hjá okkur.

Við óskum þér og þínum gleðilegs nýs árs og farsældar í umferðinni á nýju ári, hlökkum til að sjá þig á nýju ári.