21.05.2015

Í dag höldum við upp á fimm ára afmæli Tékklands bifreiðaskoðunar, en það eru liðin fimm ár síðan við opnuðum okkar fyrstu skoðunarstöð að Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði.

Sagt er að þeir sem eiga afmæli 21. maí vilji aldrei standa í stað, heldur alltaf reyna alltaf að skora á sig og horfa fram á veginn og læra eitthvað nýtt.

Við hjá Tékklandi bifreiðaskoðun þökkum öllum okkar viðskiptarvinum fyrir árin fimm og hlökkum til að halda áfram að veita ykkur og bílunum ykkar faglega og framúrskarandi þjónustu.

tekkHFJTBP

 

Það var hérna sem þetta byrjaði allt saman. Fyrsta skoðunarstöð Tékklands bifreiðaskoðunar að Reykjavíkurvegi 54, Hafnarfirði.